Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Nauðsynlegar fitusýrur (EFA)

© Líkami & Lífsstíll  - 10/05/2014


Helsta ástæða þess að fita er nauðsynlegt næringarefni er vegna hlutverk þess m.a. í kynheilbrigði, framleiðslu hormóna og uppbyggingu frumuhimna. Líkaminn notar hráar fitusýrur til að framleiða frumur líkamans þannig að ef þú borðar „rusl“ fæði eða nærð ekki að uppfylla þörf líkamans fyrir nauðsynlegum fitusýrum (EFA) er mjög líklegt að heilsan og árangur æfinganna verða lakari.

“Olíur af réttri tegund og í réttum hlutföllum sem hluti af góðu mataræði hjá íþróttafólki hafa margt að færa”

Udo Erasmus er virtur í heilsu og fitness heiminum og höfundur bókarinnar ‘Fats that Heal and Fats that Kill’ þar sem hann segir einmitt:

Að borða réttar fitur og olíur bætir:

  • Orku
  • Árangur í íþróttum
  • Fitumissi
  • Hjartaheilsu
  • Ónæmiskerfið
  • Langlífi

Nauðsynlegu Omega-3 og Omega-6 fitusýrur eru eins og segir, nauðsynlegar! Í fyrsta lagi þá koma þær að hundruðum lykil efnaskiptum í líkamanum og í öðru lagi þá nær líkaminn ekki að framleiða þær sjálfur. Ójafnvægi á milli Omega-3 og Omega-6 (of mikið af Omega-6) er því miður mikið vandamál í okkar vestræna heimi.

Fyrir utan það að við fáum of mikið af Omega-6 og of lítið af Omega-3 fitusýrum þá er vandamálið líka það að við fáum mest af þessum Omega-6 fitusýrum úr ódýrum unnum olíum (t.d. steikingarolíu, smjörlíki og steiktum mat). Þetta leiðir til óheilbrigðra og óvirkra fruma sem svo getur leitt til verri árangurs í líkamsræktinni og lakari heilsu. Eramus bendir á að frumur með rétt hlutfall af Omega-3 séu líklegri til að nýtast íþróttafólki betur.

Helsta ástæða þess að fita er nauðsynlegt næringarefni er vegna hlutverk þess í kynheilbrigði, framleiðslu hormóna og uppbyggingu frumuhimna. Líkaminn notar hráar fitusýrur til að framleiða frumur líkamans þannig að ef þú borðar „rusl“ fæði eða nærð ekki að uppfylla þörf líkamans fyrir nauðsynlegum fitusýrum (EFA) er mjög líklegt að heilsan og árangur æfinganna verða lakari.

Nauðsynlegu Omega-3 og Omega-6 fitusýrur eru eins og segir, nauðsynlegar! Í fyrsta lagi þá koma þær að hundruðum lykil efnaskiptum í líkamanum og í öðru lagi þá nær líkaminn ekki að framleiða þær sjálfur. Ójafnvægi á milli Omega-3 og Omega-6 (of mikið af Omega-6) er því miður mikið vandamál í okkar vestræna heimi.

Fyrir utan það að við fáum of mikið af Omega-6 og of lítið af Omega-3 fitusýrum þá er vandamálið líka það að við fáum mest af þessum Omega-6 fitusýrum úr ódýrum unnum olíum (t.d. steikingarolíu, smjörlíki og steiktum mat). Þetta leiðir til óheilbrigðra og óvirkra fruma sem svo getur leitt til verri árangurs í líkamsræktinni og lakari heilsu. Eramus bendir á að frumur með rétt hlutfall af Omega-3 séu líklegri til að nýtast íþróttafólki betur.

3 skref til að koma jafnvægi á nauðsynlegu fitusýrurnar:

  1. Dragðu úr unnum Omega-6 olíum sem koma t.d. úr jurtaolíum og unnum matvælum.
  2. Auktu Omega-3 með því að borða t.d. feitan fisk og hörfræ.
  3. Taktu inn Omega fitusýrur til að auðvelda inntökuna samhliða góðu mataræði.

Jafnvægi á neyslu hollrar fitu bætir insúlínnæmni sem getur verið lykillinn að enn betri árangri við að byggja upp og móta líkamann. Vísindamenn hafa bent á að frumuhimnur byggðar upp af fitusýrum í réttum hlutföllum hafa aukið insúlínnæmnina og þannig aukið upptöku næringarefna í „svöngum“ vöðvum sem er mjög mikilvægt fyrst eftir æfingar. Omega-3 fitusýrur eru taldar vera sérstaklega góðar fyrir teygjanleika og virkni frumuhimna. Stökkbreytt fita eins og jurtaolía og sérstaklega transfita geta haft öfug áhrif. Að borða feitan fisk daglega getur orðið þreytandi og því má auðvelda sér með því að taka inn omega fitusýrur samhliða fljölbreyttu mataræði.