Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Skilmálar

ALMENNIR SKILMÁLAR

Líkami & Lífsstíll er einkaumboðsaðili fyrir SCI-MX fæðubótarefni, Better Bodies íþróttaföt, PROMiXX blandara, Bed Of Nails þrýstipunkta mottur og púða, ZENSAH íþróttafatnað og Tiger Tail nuddvörur.

Líkami & Lífsstíll tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum eða röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum. Þá eru meðtalin verð og vörulýsingar. Líkami & Lífsstíll áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Öll verð í netverslun eru með virðisaukaskatti (VSK) sem er annars vegar 11% fyrir fæðubótarvörur og hins vegar 24% fyrir aðrar vörur.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

NOTKUN Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM

Sendingar úr kerfi netverslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar.

AFHENDING OG AFGREIÐSLA VÖRU

Afhending vöru fer einungis fram með póstsendingu og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Líkami & Lífsstíll ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Líkami & Lífsstíll ehf. áskilur sér einn virkan dag til að afgreiða pöntun og koma til Íslandspósts. Ef vara er uppseld getur afgreiðslutími verið allt að 10 virkir dagar. Haft verður samaband við viðkomandi viðskiptavin ef fyrirséð að afgreiðslutími standist ekki.

Einstaka smávörur eru undanskildar fríum póstsendingum nema ákveðið magn sé keypt eða þær keyptar með öðrum vörum. Á vöruspjaldi fyrir slíkar vörur kemur það fram.

Líkami & Lífsstíll sendir pantanir frítt heim þar sem það er í boði annars er það á þitt pósthús og gildir það eingöngu innanlands á Íslandi. Pantanir sem berast fyrir kl. 15:00 virka daga berast yfirleitt viðtakanda næsta virka dag.

Líkami & Lífsstíll sendir pantanir erlendis líka en fyrir það er greitt sérstaklega og er farið eftir gjaldskrá Póstsins við útreikninga á verði fyrir sendinguna.

Líkami & Lífsstíll áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef vara er uppseld, og eða breyting verður á verði og vöruframboði. Viðskiptavinur fær þá endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

AFSLÆTTIR OG TILBOÐ

Afslættir gilda ekki með öðrum tilboðum. Í netverslun gildir afsláttarkóði ekki á tilboðsvörur. Það er aldrei frí heimsending á afsláttarvörum eða tilboðum fyrir utan afsláttinn sem meðlimir netklúbbsins hafa.

SKIL EÐA SKIPTI Á VÖRUM

Skilaréttur er 14 dagar að því tilskildu að vara sé ónotuð, henni skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki vera búið að rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Ef verðbreytingar verða á vöru á þessum 14 dögum er hún tekin til baka á gildandi söluverði þann dag sem vara var keypt, þó ekki á hærra verði en upprunalegu verði vörunnar.

HÖFUNDARRÉTTUR OG VÖRUMERKI

Allt efni á netsíðum Líkama & Lífsstíls, eins og texti, grafík, lógó, hnappar, táknmyndir, myndir og hugbúnaður er eign Líkama & Lífsstíls  SCI-MX er vörumerki sem er skráð og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis frá Líkama og Lífsstíl ehf.

LÖGSAGA OG VARNARÞING

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

UPPLÝSINGAR UM SELJANDA

NafnLíkami & Lífsstíll ehf.
HeimilisfangAusturströnd 5, 170 Seltjarnarnes
Sími571 7000
Netfangsala@likamioglifsstill.is
Kennitala630615 0700
VSK númer120730

Síðast uppfært 6. janúar 2020

Sjá einnig upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga