Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Vatnsdrykkja er lífsnauðsynleg

© Líkami & Lífsstíll  - 30/10/2012


Vatnsdrykkja er okkur lífsnauðsynleg.

Að drekka skynsamlegt magn af vatni er nauðsynlegt fyrir heilsuna. Þú getur ekki ímyndað hvað heilsufar fólks batnar mikið bara við það að drekka nægjanlegt magn af vatni á hverjum degi. Í þessari grein sérðu kosti þess að drekka nægjanlegt magn af vatni á hverju degi og einnig hvernig þú getur fylgst með hvort þig skortir vatn í líkamann.

Áður en þú ferð að njóta kosti þess við að drekka hæfilegt magn af vatni skulum við skoða hlutverk vatns í líkamanum.

Glas með vatni og sítrónu í

Mannslíkaminn er á bilinu 55% til 78% vatn, fer eftir stærð. Það er því ágætis þumalputtaregla að miða við að líkaminn samanstandi af 2/3 hluta vatns og er vatnið því mjög mikilvægur hluti líkamans. Vissir þú að vefir og líffæri líkamans eru að megninu til gert úr vatni? Hér fyrir neðan sérðu prósentur (%).

  • Vöðvar samnstanda af 75% vatni
  • Heilinn samanstendur af 90% vatni
  • Beinin samanstanda af 22% vatni
  • Blóðið samanstendur af 83% vatni

Hlutverk vatns í mannslíkamanaum er lífsnauðsynlegt.

Vatnið sér meðal annars um eftirfarandi:

  • Flytur næringarefni og súrefni inn í frumur.
  • Gerir loftið í lungunum rakt.
  • Hjálpar til við efnaskiptin í líkamanum.
  • Varðveitir lífsnauðsynlegu líffærin okkar.
  • Hjálpar líffærunum við upptöku næringarefna.
  • Kemur jafnvægi á líkamshita.
  • Afeitrar.
  • Varðveitir og heldur liðamótum rökum.

Allar frumur líkamans, frá toppi til táa, þurfa á vatni að halda og er það ástæðan fyrir því að við þurfum virkilega mikið á því að halda að drekka nægan vökva yfir daginn. Ef þú ert ekki að drekka nægjanlegt magn af vatni kemur það niður á starfsemi heilans og þú færð höfuðverk eða mígreni. Næst þegar þú finnur fyrir þreytu og höfuðverk þá gæti það verið merki um ofþornun, m.ö.o. skortur á vökva í líkamanum.

Skaðleg áhrif og einkenni ofþornunar.

Skaðleg áhrif af sökum ofþornunar getur birst í ýmsu formi eins og:

  • Þreyta
  • Höfuðverkur / Mígreni
  • Hægðatregða / Harðlífi
  • Vöðvakrampar
  • Óreglulegur blóðþrýstingur
  • Nýrnavandamál
  • Þurr húð
  • Ofþornun um 20% getur leitt til dauða

Einkenni ofþornunar

Hér eru nokkur einkenni ofþornunar sem gefa til kynna að þig skortir vatn:

  • Dökkt þvag – Dökk-gult eða appelsínugult að lit: Þvag er venjulega föl-gult / glært þegar vatnsbúskapur líkamans er í lagi. Dökkur litur eða sterk lykt merkir að þú þarft að auka vatnsdrykkjuna.
  • Þurr húð: Húðin er stærsta líffæri líkamans og þarf nauðsynlega á vatni að halda.
  • Þorsti: Þorsti er augljósasta merki um ofþornun. Það er ágætis regla að drekka meira vatn þegar þú ert ekki þyrst/ur, ekki bíða eftir þorstanum því þá er líkaminn kominn í vatnsþurrð.
  • Hungur: Flestir halda að hungur sé merki um að borða meira. Í raun og veru getur hungur verið eitt merki um ofþornun, þannig að það er ágætis regla að fá sér glas af vatni áður en maður fær sér að borða.
  • Þreyta: Vatn er uppspretta orku og veitir þér þar af leiðandi aukna orku yfir daginn.

Topp 11 kostir þess að drekka vatn.

Hér fyrir neðan sérðu kosti þess að drekka nægjanlegt vatn á hverjum degi:

  1. Léttast: Vatnsdrykkja hjálpar þér að léttast vegna þess að vatn hreinsar út óþarfa efni sem myndast við niðurbrot á fitu. Vatnsdrykkja slær á hungur og matarlyst þannig að þú borðar minna. Síðast en ekki síst þá inniheldur vatn engar kaloríur.
  2. Náttúrlegt lyf við höfuðverk: Hjálpar til við að lina höfuðverk og bakverki af völdum ofþornunar. Þó að það séu fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk þá er ofþornun ein sú algengasta.
  3. Unglegra útlit með heilbrigðari húð: Vatn hjálpar til við að endurnýja húðvefi, halda raka í húðinni og eykur sveigjanleika húðarinnar. Þannig færðu unglegra og hrautslegra útlit.
  4. Betri framistaða í vinnunni / námi: Megin uppistaða heilans er vatn, eða 90%, og þar af leiðandi nærðu að hugsa skýrar, taka betur eftir og nærð að einbeita þér betur með því að drekka vatn.
  5. Betri æfingar: Vatnsdrykkja jafnar hitastig líkamans og þannig nærðu meiri kraft í æfingum því vatn veitir vöðvunum meiri orku.
  6. Hjálpar til við meltingu og hægðir: Vatnsdykkja eykur efnaskiptin í líkamanum vegna þess að meltingin verður betri. Trefjar og vatn gegna mikilvægu hlutverki í meltingaferlinu og þannig nærðu að hafa reglulegar hægðir.
  7. Minni líkur á krampa og tognun: Góður vatnsbúskapur líkamans hjálpar til við að halda liðamótum vel smurðum og vöðvum í góðu ástandi.
  8. Minni líkur á veikindum og almennt meiri hreysti: Með því að drekka vel af vatni hjálpar þú til við að koma í veg fyrir flensu og önnur veikindi eins nýrnasteina og hjartaáfall. Vatn með sítrónu er notað gegn veikindum eins og þeim sem tengjast öndurfærum, þörmum, gigt, liðagigt o.fl. Með öðrum orðum þá er einn af kostum þess að drekka vatn sá að það getur eflt ónæmiskerfið í líkamanum.
  9. Dregur úr þreytu: Eitt af því sem vatnið í líkamanum gerir er að losa líkaman við eiturefni og úrgang. Sem dæmi, ef líkaminn skortir vatn þá verður mun erfiðara fyrir hjartað að dæla súrefnisbættu blóði til fruma líkamans. Sama á við önnur lífsnauðsynleg líffæri. Líffærin erfiða óþarflega mikið og þreytast fljótt við það og þar af leiðandi þreytist þú.
  10. Gott skap: Þér líður vel þegar líkamamun líður vel.
  11. Dregur úr líkum á krabbameini: Sumar rannsóknir í tengslum við meltingarveginn hafa leitt í ljós að hæfileg vatnsdrykkja getur dregið úr líkum á blöðru- og ristilkrabbameini. Vatn þynnir út uppsöfnuð krabbameinsvaldandi efni í þvaginu og styttir tímann sem þau eru í snertingu við þvagblöðruna.

Það er því alveg ljóst að það er gríðarlega mikilvægt að huga vel að vatnsdrykkjunni og halda vatnsbúskap líkamans í jafnvægi.

Hvað á maður svo að drekka mikið af vatni á dag til að koma í veg fyrir ofþornun? Almennt viðmið er 8 glös af vatni á dag, en er það nóg?

Tengd grein: Hvað á maður að drekka mikið vatn?

– þýdd erlend grein