Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Viðgerð á meðan þú sefur

© Líkami & Lífsstíll  - 12/06/2015


Vöðvavöxtur og vöðvaviðgerð á sér stað á meðan þú sefur en ekki á meðan á æfingu stendur. Því má segja að stífar og miklar æfingar gera lítið sem ekkert gagn ef þú passar ekki upp á að fá nægjanlegan svefn á hverju kvöldi.

Til að bæta vöðvastyrk og/eða stærð er þrennt sem þarf að koma til.

  1. Góða og vel skipulagða æfingaáætlun og helst undir leiðsögn íþróttafræðings eða einkaþjálfara sem fylgist vel með þínum árangri og passar upp á að æfingarnar eru gerðar rétt til að fyrirbyggja meiðsli.
  2. Rétt næringarefni sem er skipt niður í góð hlutföll af próteinum, kolvetnum og fitu. Sjá HÉR
  3. Svo er það mikilvægasti þátturinn – Svefninn. Best er að ná 7,5 til 9,5 tíma svefn yfir nóttina.

Viðgerð á meðan þú sefur - Líkami & Lífsstíll ehf.

Hver er svo helsta áhætta við að sofa lítið á meðan æft er mikið?

Rannsóknir hafa sýnt að við lítinn svefn verður taugakerfið úrvinda, magn hormóna nær þeim stað að ákjósanlegur endurbati næst ekki. Þannig að í besta falli stendur árangurinn í stað en það sem er líklegra að gerist er að þú verðir fyrir vöðvarýrnun eða tíðni meiðsla eykst.

Viðgerð á meðan þú sefur!

Skipulegðu þig vel fyrir hvern dag til að komast fyrr í háttinn svo þú náir sem næst 9 tíma svefni. Flest afreksfólk passar sérstaklega vel upp á svefninn og reynir að ná 9 tímum og tekur jafnvel kríu á daginn ef það kemur því við.

Hér er svo önnur grein um svefn sem þú þarft að lesa: SMELLTU HÉR