Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

50 ástæður til að stunda líkamsrækt

© Líkami & Lífsstíll  - 12/09/2013


Eflaust vita það allir hversu heilsusamlegt er að stunda einhverja líkamsrækt. Hvort sem það er að mæta reglulega í líkamsræktarsal, fara út að ganga, synda, hlaupa, hjóla eða annað. Málið er bara að örva líkamann á meira ögrandi hátt en bara puttana sem þú notar á tölvumúsina og sjónvarpsfjarstýringuna. Fá pumpuna til að slá hraðar við áreynslu og styrkjast í leiðinni, reyna á vöðva líkamans og minnka þannig vöðvarýrnun og svitna smá. Öll hreyfing sem fær líkamann til að reyna meira á sig en venjulega verður til þess að þú ferð að borða hollari fæðu, efnaskipti og ónæmiskefi líkamans verða betri og ekki skemmir fyrir að líkamsfitan minnkar og almenn heilsa verður mun betri.

Hér að neðan eru 50 góðar ástæður fyrir því að stunda reglulega líkamsrækt. Þetta er vissulega ekki tæmandi listi en gefur góða mynd af því hvers vegna þú ættir að byrja í dag, þ.e. ef þú ert ekki nú þegar í reglulegri líkamsrækt.

Ef þú ert að byrja þá mælum við sterklega með því að þú hafir samband við einkaþjálfara til að fara rétt af stað.

01. Léttir lundina 28. Bætir líkamsstöðuna
02. Bætir eiginleikana til að læra 29. Kemur í veg fyrir kvef
03. Byggir upp sjálfsálit 30. Bætir matarlist
04. Heldur heilanum ferskum 31. Bætir magn kólesteróls
05. Heldur líkamanum í góðu formi 32. Minnkar hættu á vissum krabbameinum
06. Eykur andlega heilsu 33. Lækkar háan blóðþrýsting
07. Styrkir ónæmiskerfið 34. Minnkar líkur á sykursýki
08. Dregur úr streitu 35. Vinnur á móti vitglöp
09. Gerir þig hamingjusamari 36. Dregur úr bakverkjum
10. Gerir þig unglegri 37. Minnkar beinþynningu
11. Betri húð og húðlitur 38. Dregur úr þunglyndi
12. Bætir svefnmynstur 39. Kemur í veg fyrir vöðvarýrnun
13. Minnkar líkur á hjartaáfalli 40. Eykur orku og úthald
14. Bætir virkni liðamóta 41. Eykur frammistöðu í íþróttum
15. Eykur vöðvastyrk 42. Eykur sársaukaþol
16. Léttir á kvíða 43. Bætir jafnvægi og samhæfingu
17. Skerpir minnið 44. Bætir súrefnisflutning til fruma
18. Betri stjórn á hverskonar fíkn 45. Bætir einbeitingu
19. Eykur afkastagetu 46. Betri sjálfsstjórn
20. Eykur skapandi hugsun 47. Minnkar þreytu
21. Bætir líkamsbyggingu 48. Eykur kynlöngun & fullnægingu
22. Veitir þér meira sjálfsöryggi 49. Gerir lífið spennandi
23. Bætir athygli í lífinu 50. Stóreykur lífsgæði
24. Betri matarvenjur
25. Eykur langlífi
26. Styrkir beinin
27. Styrkir hjartað

– listi fengin á veraldarvefnum