Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Fæðutegundir sem geta bætt svefninn

© Líkami & Lífsstíll  - 29/08/2013


Rétt næringarefni hjálpa mikið til að sofa betur.

Flest lendum við í því að ná ekki að sofna strax og jafnvel sofa illa flestar nætur. Svefninn er okkur gríðarlega nauðsynlegur til að halda upp góðri líkamsstarfsemi, einbeitingu og orku daginn eftir. Reglugleg hreyfing hjálpar mikið til að ná góðum svefni en oft gleymist að huga að mataræðinu. Hér fyrir neðan eru fjórar fæðutegundir sem geta hjálpað þér að sofa betur.
Kirsuberjasafi

Kirsuberjasafi

Rannsóknir hafa sýnt að með því að drekka um tvö glös af súrum og beiskum kirsuberjasafa (tart cherry juice) á dag lengdi að meðaltali svefninn um 39 mínútur. Í annari rannsókn sýndi að folk með krónískt svefnleysi sem drakk einn bolla tvisvar á dag af súrum og beiskum kirsuberjasafa fann að svefnleysið minnkaði.
Þrír bananar

Bananar / Kjúklingabaunir

Bananar eru ríkir af potassium og einnig B6 vítamíni sem þarf til að framleiða melatonin (svefnhormón). Kjúklingabaunir eru einnig ríkar af B6 vítamíni.

Hafrar

Heilir hafrar

Með því að borða nasl sem er ríkt af heilum höfrum 30-60 mínútum fyrir svefn eykst magn serotonin í heilanum sem getur hjálpað þér að sofna hraðar. Bygg og aðrir grófir hafrar eru ríkir af magnesium. Of lítið af magnesium getur valdið því að þú nærð ekki að sofa eins vel. Magnesíum hefur einnig mikil og góð áhrif á starfsemi líkamans.
Laxastykki

Fiskur

Flestur fiskur er auðugur af B6 vítamíni og þó sérstaklega lax, lúða og túnfiskur, og því líkt og með banana og kjúklingabaunir hjálpar það til við framleiðslu á melatonin sem er svefnhormón.