Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Nokkrar staðreyndir um Whey Protein

© Líkami & Lífsstíll  - 03/06/2013


SCI-MX Ultra Whey Protein

Þú hefur eflaust heyrt að Whey Prótein (mysuprótein) sé besti próteingjafinn fyrir okkur og er það alveg rétt. Mysuprótein er frábær próteingjafi fyrir íþróttafólk, fólk sem stundar líkamsrækt, þá sem eru að reyna að minnka líkamsfitu, bætt mataræði og fólk sem glímir við ýmsa sjúkdóma.

Hér að neðan eru nokkrar staðreyndir um mysuprótein. Staðreyndir sem skýra út hvers vegna mysuprótein er besti próteingjafinn sem nýtist nánast öllum.
SCI-MX Whey Plus Rippedcore

  • Mysuprótein er besti aminósýrugjafi sem í boði er. Það inniheldur allar aminósýrur. Aminósýrur eru ekki einungis nauðsynlegar til að viðhalda góðri líkamsstarfsemi heldur eru þær byggingarefni próteina og því nauðsynlegar fyrir vöðvavöxt og endurbata. Án þeirra minnkar afkastageta og vöðvavöxtur verulega.
  • Upptaka á mysupróteinum í meltingarveginum er einstaklega hröð og hentar því sérlega vel eftir æfingar og áreynslu. Einnig er mysuprótein frábært á morgnanna því á þessum tveimur tímapunktum þarfnast líkaminn næringarefni og aminósýrur hratt.
  • Einangrað mysuprótein (hreinasta gerð af próteini) inniheldur hæsta líffræðilega gildi af öllum próteingjöfum. Líffræðilegt gildi (BV) er mælieining sem gefur til kynna hversu fljót upptakan er og hversu vel líkaminn nýtir próteingjafa. Því hærri sem talan er því betra er próteingjafinn. Sem dæmi þá er BV gildi í eggjum í kringum 100 en í hreinu einangruðu mysupróteini er BV gildið í kringum 150!
  • Mysuprótein getur hjálpað til með sykursýki tvö. Með því að bæta mysupróteini við kolvetnaríkt mataræði hjá einstaklingum sem eru með sykursýki tvö má draga úr toppum á blóðsykurmagni eftir máltíð því mysuprótein örvar losun á insúlíni.
  • Mysuprótein hjálpar líka við að minnka líkamsfitu! Líkaminn þarf meiri orku við að melta prótein en kolvetni og fitu. Þetta þýðir að líkaminn notar fleiri kaloríur við meltinguna. Við þetta verða efnaskiptin hraðari og hraðari fitumissir.
  • Hágæða mysuprótein eru einnig rík af Glutamine sem er algengasta aminósýran í líkamanum. Glutamine er mikilvægasta aminósýran fyrir endurbata og uppbyggingu vöðva ásamt því halda ónæmiskerfinu í topp standi.
  • Sumar rannsóknir hafa sýnt að mysuprótein getur aukið minnið undir miklu álagi.
  • Einangrað mysuprótein er nánast fitulaust og er laktósalaust. Einangrað mysuprótein er síað og getur innihaldið allt að 95% hreint prótein!

SCI-MX ULTRA™ WHEY PROTEIN er líklega háþróaðasta mysuprótein sem til er. Grunnurinn í mysupróteininu er blanda af hágæða ör-síuðu mysupróteini – isolate og concentrate – fyrir hraðari endurbata, vöðvastækkun og meiri styrk og kraft. Ekki hika við að byrja að taka inn mysuprótein, hvort sem þú stundar reglulega líkamsrækt eða einfaldlega til að bæta mataræðið.

SCI-MX WHEY PLUS RIPPEDCORE™ er í grunninn eins og SCI-MX ULTRA WHEY PROTEIN en með viðbættum CLA fitusýrum og þykkni af grænu tei. Þessi samsetning er hönnuð til að auka fituniðurbrot á líkamsfitu og hindra fitusöfnun. Frábær próteinblanda með góðum vöðvastuðningi og fitulosun.