Gott að hafa í huga
© Líkami & Lífsstíll - 26/05/2015
Það skýtur kannski skökku við að vera hérna megin við borðið og tala um en þetta er gott að hafa í huga. Afhverju? Í fyrsta lagi vegna þess að við erum svo oft spurð, sérstaklega af nýjum viðskiptavinum, hvers vegna SCI-MX sé í flestum tilfellum dýrari en aðrar sambærilegar vörur hjá öðrum. Í öðru lagi svo þú vitir af hverju SCI-MX vörurnar virka svona vel.
Fæðubótarefni eru EKKI öll eins!
Sum fæðubótarefni eru framleidd ódýrt úr lélegu hráefni, framleiðsluaðferðirnar eru ófullnægjandi sem skila óhreinni afurð sem á ekki að vera í vörunni sem þú neytir!
Þegar þú ætlar að versla fæðubótarefni!
Hér að neðan eru nokkrir punktar sem er gott fyrir þig að hafa í huga þegar þú ætlar að fara að kaupa þér fæðubótarefni. Fæðubótarmarkaðurinn er risastór frumskógur af alls konar framleiðendum og þar af leiðandi mjög misjöfn gæði og hreinleiki í umferð.
1) Eins og alltaf með fæðubótarefni þá færðu það sem þú borgar fyrir. Ekkert öðruvísi þar en með flest annað í lífinu. Lágt verð er nánast alltaf ávísun á léleg gæði. Þetta á einnig við um vítamín og annað.
2) Keyptu eingöngu af stórum, stöndugum og virtum framleiðendum sem eru ábyrgir og ekki þekktir fyrir að selja vörur í lágum gæðum. Ekki kaupa frá framleiðanda sem er ekki þekktur eða frá aðila sem er með verð sem er of gott til að vera satt – þá ertu að borga fyrir lélega vöru!
3) Athugaðu með áreiðanleika fæðubótarframleiðandans. Er framleiðandinn aðili fagaðila í þessum geira, er framleiðandinn viðurkenndur af lögaðilum, uppfyllir framleiðandinn allar þær ströngu reglugerðir og staðla sem tengjast framleiðslu á fæðubótarefnum/matvælum? ÞÚ átt að gera kröfu og spyrja að þessu. EKKI treysta í blindni glamúr miða og svölu nafni á vöru.
Fylgdu þessum þremur punktum og þú getur treyst því að þú færð hágæða vöru sem virkilega hjálpar þér að ná þínum markmiðum.
Látum fylgja með mynd sem er gott að hafa í huga. Þessi mynd sýnir hversu mikið SCI-MX leggur upp úr því að tryggja sínum viðskiptavinum öryggi og virkni! Einnig er hér hlekkur í Afhverju að velja SCI-MX