Áhrif sykurs og salts á líkamann
© Líkami & Lífsstíll - 13/12/2013
Þegar kemur að mataræði þá er það þannig að við fáum of mikið af röngum næringarefnum án þess að átta okkur á því. Fyrir utan fitu þá er salt og sykur mjög ofarlega á lista yfir röng næringarefni þar sem þeim er raðað eftir magni, mesta magn efst. Bæði þessi efni eru í miklu mæli í forpökkuðum vörum eins og snakki og sykruðum kökum. Auðvitað er í sjálfum sér ekkert að því að fá sér snakk eða sykraðar kökur stöku sinnum. Vandamálið er þegar neysla á framangreindum vörum er meiri en holl fæða eins og heilkorna vörur og grænmeti. Mikil neysla á salti og/eða sykri eykur hættu á æða- og hjartasjúkdómum mikið.
Hvernig natríum hefur áhrif á hættu á hjartasjúkdómum
Salt (natríum) er nauðsynlegt steinefni en ekki í því magni sem sumir neyta reglulega. Ráðlagður hámarksskammtur er um 2,300mg á dag. En aðeins um 1.500mg á dag fyrir þá sem eru í áhættuhóp hjarta- og æðasjúkdóma, miðaldra og eldra fólki ásamt þeim sem eru með hækkaðan blóðþrýsting.
Samkvæmt einni rannsókn þá neytir fólk með hækkaðan blóðþrýsting um 3.300mg af salti á dag sem er ríflega 2x ráðlagður hámarksskammtur og fólk sem er með eðlilegan blóðþrýsting neytir um 3.600mg af salti á dag. Prófaðu að mæla 3,6g af salti og þá sérðu að það er töluvert meira en það sem þú setur t.d. á matinn hjá þér. Athugaðu að þessi 3.600mg eru falin í matnum sem þú borðar dags daglega. Misjafnt milli daga þó.
Til að minnka saltneyslu er gott að temja sér þá reglu þegar verið er að versla að lesa á umbúðirnar. Vörur sem innihalda natríum (sodium), natríum bíkarbónít (sodium bicarbonate), matarsóda (baking soda) og merkið Na innihalda SALT.
Hár blóðþrýstingur af völdum salts
Helsta vandamálið við neyslu á salti er háþrýstingur eða hár blóðþrýstingur. Sýnt hefur verið framá í mörgum rannsóknum að hækkaður blóðþrýstingur hækkar við mikla neyslu á salti. Það orsakast af því að nýrun ná ekki að vinna úr nema ákveðnu magni af salti og það hefur áhrif á þrýstinginn í slagæðunum. Hækkaður blóðþrýstingur getur leitt til nýrnabilunar, hjartabilunar, hjartaslags og heilablóðfalls.
Mikil sykurneysla og hjartasjúkdómar.
Sykur, þ.e. glúkósi, er lífsnauðsynleg uppspretta orku fyrir líkamann. Náttúrulegur sykur er í ýmsum matvælum eins og mjólk (laktósi) og ávöxtum (frúktósi). Vandamálið liggur ekki í neyslu á mjólk eða ávöxtum heldur viðbættum sykri í unnum matvælum.
Árið 2012 var meðalneysla sykurs á hvern íslending um 52kg eða rúmlega 142g á dag. Gosdrykkja vegur mjög þungt í þessum tölum en hver íslendingur drekkur að meðaltali um 130 lítra af gosi á ári.
Mikil neysla á sykri getur leitt til offitu og sykursýki sem bæði setja þig í mikla hættu á að fá hjartasjúkdóma. Þar sem sykur og mettuð fita er oft notað saman, eins og í kleinuhringjum og sætabrauði, er fólki sem borðar mikið af slíkum vörum og vörum með viðbættum sykri hættara á að leita í mataræði sem er ríkt af mettaðri fitu og transfitu. Slík fæða eykur gríðarlega líkur á hjartasjúkdómum. Svona mataræði slær á alla löngun í mataræði sem er hollara fyrir þig eins og heilkorn, ávexti og grænmeti. Sem dæmi þá getur neysla á fæðu sem er rík af heilkornum hjálpað til við að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.
Hugsaðu betur um heilsuna og hjartað í þér með því að huga betur að því hvað þú ert að borða. Auðvitað er ekki alltaf hægt að vera með í matinn eitthvað sem er eldað úr fersku hráefni en því oftar sem því er komið við því minni verður neyslan á salti og sykri. Þannig minnkar hættan á hartasjúkdómum mikið!
Vatnsdrykkja auðveldar starfsemi nýrnanna og bætir heilsu almennt.
Sjá nánar hér: Vatnsdrykkja er lífsnauðsynleg