Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Allt um hitaeiningar

© Líkami & Lífsstíll  - 19/09/2011


Sannleikurinn um hitaeiningar. Hvað eru hitaeiningar? Samkvæmt vísindunum eru hitaeiningar eitt form af orku. Þessi orka er notuð til að ganga, tala, anda, sofa, teygja eða hlaupa. Öll hreyfing brennir hitaeiningum. Mannslíkaminn fær orku með því nota hitaeiningar sem hann fær úr fæðunni. Því tengjum við orðið hitaeining við megrun og þyngdartap.

Almennt séð innihalda matvæli hitaeiningar. Hitaeiningar sjáum við oft lýst með öðrum orðum eins og kolvetni, fita og prótein. Þessi hugtök eru mæld í grömmum (gr) og er uppbygging í hverju grammi skilgreint sem ákveðið magn af hitaeingum.

  • 1gr af kolvetnum inniheldur 4 hitaeingar
  • 1gr af próteini inniheldur 4 hitaeiningar
  • 1gr af fitu inniheldur 9 hitaeiningar

hitaeiningar, orka, ganga, tala, anda, sofa, hreyfing, mannslíkaminn, matvæli, kolvetni, fita, prótein

Sannleikurinn um hitaeiningar. Hvað eru hitaeiningar? Samkvæmt vísindunum eru hitaeiningar eitt form af orku. Þessi orka er notuð til að ganga, tala, anda, sofa, teygja eða hlaupa.

Þegar þú borðar er fæðan brotin niður í maganum á þér og berst svo inn í blóðrásina. Það er annaðhvort notað og brennur upp við áreynslu og aðra hreyfingu eða er geymt í frumunum í okkur og fitufrumur verða til. 3.500 hitaeiningar sem eru ekki notaðar samsvara um hálfu kílói af líkamsfitu. Því þyrftum við að brenna 3.500 hitaeiningum á hverri æfingu til að losna við það. Þetta hljómar auðveldara en það er.

Líkaminn þinn þarf visst mikið af hitaeiningum til að viðhalda sér almenninlega. Athafnir eins og að anda, ganga, hlaupa, sofa og tala brenna allar vissu magni af hitaeiningum. Þetta kallast „Grunnbrennsla“ eða (BMR). Þetta er reiknað út mismunandi eftir því hvort þú ert karl eða kona. Líkaminn notar ekki eins mikið af hitaeiningum í hvíld eins og við æfingar.

Hreyfing eins og skokk, ganga og skíði hjálpa til við að brenna hitaeiningum. Því meiri æfingar sem þú stundar því meiri hitaeiningum brennir þú. Því heldur þú líkamanum í góðri lögun með því að borða fjölbreytta og holla fæðu og brenna umfram hitaeiningar með því að stunda reglulega líkamsrækt. Grunnbrennslan verður almennt meiri ef þú stundar reglulega líkamsrækt og heldur því lengur áfram að brenna hitaeiningum lengi eftir æfingar. Hærri grunnbrennsla hjálpar líkamanum einnig að brenna umfram hitaeiningar í hvíld.

Því er gott að hafa á bakvið eyrað að ef þú villt losna við ca hálft kíló af fitu þarftu að brenna 3.500 hitaeiningar.