Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Fullt hús matar

© Líkami & Lífsstíll  - 21/11/2014


Þegar kemur að fjölbreytileika þá eru ekki margar fæðutegundir sem hægt er að segja að séu fullt hús matar.
Um egg má segja að þau séu hinn fullkomni kostur fyrir morgun-, hádegis-, eða kvöldmat. Sérstakelga þegar þau eru höfð með öðrum mat. Oft hefur verið talað um að egg séu óholl, sérstaklega hérna áður fyrr. Hins vegar þá sýna nýlegar rannsóknir mikla kosti við að borða reglulega egg og því má segja að gamla mýtan um ókosti þess að borða egg sé á undanhaldi. Egg eru próteinrík og hitaeiningalág.

Hér fyrir neðan ætlum við að koma með nokkra punkta hvernig egg geta haft góð áhrif á heilsuna hjá þér, muninn á brúnum og hvítum eggjum og margt fleira.

Egg geta verið heilsusamleg fyrir hjartaðFullt hús matar - Egg á pönnu í laginu eins og hjarta.

Mest af slæmu umtali um egg er vegan kólesteróls í eggjarauðunni. Samkvæmt American Heart Association (AHA) inniheldur ein stór eggjarauða um 186mg af kólesteróli og ráðleggur AHA að neysla á kólesteróli sé takmörkuð við 300mg á dag hjá heilbrigðum einstaklingi. AHA mælir með að einstaklingar með eðlilegt kólesterólmagn neyti ekki mikið meira en 4-5 egg á viku en fólk með hjartasjúkdóma borði ekki meira en 2 egg á viku eða noti kólesterólfrí eggjalíki. Þar sem eggjahvíta inniheldur ekki kólesteról má segja að mikil neysla á eggjahvítum sé heilsusamlegt fyrir hjartað.

Slæmu orðspori eggja hefur að mestu verið snúið við þar sem fjöldi nýlegra rannsókna hafa sýnt að kólesteról í fæðu hefur umtalsvert minni áhrif á magn kólesteróls í líkamanum en talið var. Í raun getur næringarefnið lutein sem má finna í eggjarauðu dregið úr hættu á hjarta sjúkdómum. Þetta kom fram í tímariti AHA, Circulation, árið 2001.
Egg eru kjörin ofurfæða til að léttast
Egg eru þekkt fyrir að vera kaloríulág og pökkuð af próteinum og eru því kjörin sem millibiti eða máltíð fyrir einstaklinga sem vilja létta sig. Eitt stórt harðsoðið egg getur verið mettandi millimál og inniheldur heil 6g af protein og aðeins 80 hitaeiningar. Settu t.d. eina lúku af spínati við eggjahræru og þú færð máltíð sem er hlaðið af góðum næringarefnum. Í eggjahvítu úr einu eggi eru einungis 15 hitaeiningar, ekkert kólesteról og engin mettuð fita.

Egg eru næringarík

Egg veita þér mörg nauðsynleg næringarefni eins og A-vítamín, járn, fosfór, sink og DHA sem er sérlega gott fyrir heilann. Grænmetisætur sem enn borða einhverjar dýraafurðir þá eru egg fín til að nálgast B12 vítamín sem er nauðsynlegt næringarefni.

Fullt hús matar - Opið brúnt egg með eggjahvítu og rauðu.Stærð og litur eggja ræðst af hænunni

Þú hefur eflaust staðið fyrir framan eggjastæðu í verslun og vellt því fyrir þér hver sé í raun munurinn á eggjunum, lítil/stór hvít/brún. Skýringin er ekki ýkja flókin og ræðst litur og stærð á eggjunum af stærð og lit á hænunni sem verpir þeim. Brún egg koma undan brúnum hænum og eru ekkert endilega hollari þó þau séu venjulega aðeins dýrari. Málið er að brúnar hænur eru yfirleitt stærri og því meiri kostnaður við að fóðra þær.

Liturinn á eggjarauðunni gefur einfaldlega til kynna gæðin á fóðrinu sem hænunni er gefið og hefur ekkert með að gera hvernig skurnin er á litin. Eftir því sem hænan borðar meira af korni verður eggjarauðan gulari

Er óhætt að borða hrá egg?Fullt hús matar - Harðsoðið egg skorið í tvennt í forgrunni og önnur heil ósoðin egg í bakgrunni.

Oft hefur sést í bíomyndum menn að “drekka” hrá egg úr glasi. Ef þú ert eitthvað í þeim hugleiðingum að gera slíkt hið sama ættir þú að að staldra aðeins við og velta því fyrir þér að hrá egg geta verið sýkt af t.d. salmonellu. Og þar fyrir utan þá eru hrá egg ekkert næríngaríkari en elduð egg samkvæmt nýlegum rannsóknum.

 Myndir fengnar að láni af veraldarvefnum