Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Vilt þú létta þig?

© Líkami & Lífsstíll  - 25/09/2014


Gott skipulag ásamt minna af kaloríum og hreyfing hjálpar þér að létta þig.

Eflaust höfum við flest spurt Google ýmissa spurninga hvernig sé best að léttast um 10kg. Þar sem Google kemur alltaf með svör, mis gáfuleg samt stundum, þá hefur þú án efa fengið óteljandi leiðir upp á skjáinn um hvernig sé best að létta þig. Flestar leiðir sem koma efst eru um þessar töfralausnir sem lofa árangri á 30 dögum eða „aðeins sex vikum“. Jú líkleg nærðu því með ofgakenndu svelti-prógrammi sem er eins óheilbrigt og það er mikil skammtímahugsun. Sú leið sem við förum yfir hér er í senn raunhæfari og varanlegri en skyndikúrar þar sem þetta er á margan hátt breyting á lífsstíl. Þegar talað er um að léttast er átt við að minnka líkamsfitu.

Afhverju skiptir máli að telja kaloríur.
Settu þér raunhæft markmið um að léttast og til að ná því getur verið gott að fækka kaloríum í mataræðinu um ca 500 á dag og stunda reglulega hreyfingu/líkamsrækt.

Gott skipulag ásamt minna af kaloríum og hreyfing hjálpar þér að létta þig.

Ef þú vilt ná að létta þig um ca 500g á viku (eða allt að 1kg á viku ef þú ert meira en 100kg) þarftu að taka út 500 kaloríur á dag. Annað hvort úr mataræðinu eða með æfingum sem skila þér aukinni orkunotkun upp á 500 kaloríur eða meira. En alls ekki borða minna en 1.200 kaloríur á dag. Minna en það mun líkaminn skipta yfir í nokkurs konar svelti-ástand sem gerir það að verkum að hann heldur í fituna og vöðvarnir byrja að rýrna – ekki gott!

Árangursrík og raunhæf aðferð

Hérna eru fjórar leiðir til að ná settu markmiði:

  • Taktu út sykraða drykki – Algjört lykil atriði – Drektu frekar reglulega vatn á hverjum degi því það er okkur lífsnauðynlegt, sjá hér. Fáðu þér fitusnauða mjólk í staðin fyrir t.d. Nýmjólk og svo að sjálfsögðu sykurlausa drykki. Samkvæmt rannsókn sem var gerð á meðal 800 fullorðinna einstaklinga á aldrinum 25-79 ára í 18 mánuði kom í ljós að sá hluti af þátttakendum sem tóku alveg út sykraða drykki hafði lést töluvert meira en þeir sem lækkuðu kaloríufjöldan eingöngu með mataræði. Möguleg skýring á þessu er að líkaminn á auðveldar með að láta vita að það sé komið nóg þegar þú borðar mat.
  • Líkamleg áreynsla brennir kaloríur – Stundaðu líkamsrækt af einhverju tagi sem hentar þér í a.m.k. 30 mínútur á dag þrisvar til fimm sinnum í viku. Þú nærð t.d. að brenna 100-200 kaloríum með því að ganga rösklega í 30-40 mínútur. Ef þú brennir t.d. 200 kaloríum þá þarftu bara að taka út 300 kaloríur í fæðunni til að ná 500 kaloríu takmarkinu!Gott skipulag ásamt minna af kaloríum og hreyfing hjálpar þér að létta þig.
  • Reglulegar og hóflegar máltíðir hjálpa – Í einni könnun á fólki í yfirþyngd kom í ljós að það skipti ekki máli hvort samsetning næringarinnar var lágkolvetna, próteinhá eða blandað. Aðal málið var að fækka kaloríum og velja kolvetni sem hafa minni áhrif á blóðsykurinn ásamt því að borða hóflegar máltíðir reglulega yfir daginn.
  • Skrásetning leiðir til árangurs – Það reyinst auðveldara að telja kaloríur ef þú skráir niður hvað þú ert að borða, skammtastærðina og önnur atriði. Þannig er betra að sjá hvar og hvað má taka út til að fækka kaloríum. Til eru ýmis forrit fyrir snjallsíma til að auðvelda okkur skrásetninguna. Rannsóknir hafa sýnt að með því að stunda einhverja hreyfingu/líkamsrækt ásamt því að skrá mataræðið hefur verulega mikið að segja með árangurinn þegar þú ert að létta þig.

Þú ættir að geta náð að minnka líkamsfituna töluvert á 20+ vikum ef þú ert fylgin þér með þessi atriði sem við höfum farið yfir hér að ofan. Það eru engar töfralausnir. Allir skyndikúrar virka ekki, nema þá í mesta lagi í mjög skamman tíma.

Að lokum eru hér hlekkir í aðrar greinar sem geta hjálpað þér að ná settu marki. Þessi listi er alls ekki tæmandi og má finna aðrar mjög áhugaverðar greinar hér:

Allt um hitaeiningar (kaloríur)

Skiptir blóðsykursstuðull máli

Vatnsdrykkja er lífsnauðsynleg

Hvað á maður að drekka mikið vatn

Áhrif sykurs og salts á líkamann

 Myndir fengnar að láni af veraldarvefnum