Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Góðir kostir að gera hnébeygjur

© Líkami & Lífsstíll  - 13/05/2013


Kona að gera hnébeygjurHnébeygjur er æfing sem að flestra mati er sú æfing sem síst skal sleppa ef planið er að sleppa einhverri æfingu. Ástæðan er sú að þegar þú gerir hnébeygjur notar þú flesta vöðva líkamans og nærð því að móta fleiri vöðva líkamanns en bara fætur og rass. Að gera reglulega hnébeygju eykur líka liðleika líkamans meira en nokkur önnur æfing því rétt framkvæmd hnébeygja er náttúruleg hreyfing líkamans. Ef við horfum t.d. á ung börn sjáum við að þau beygja rétt þegar þau ná í hlut af gólfinu. Eins ef þú þarft að reima skóna hjá þér þá beygir þú þig niður líkt og í hnébeygju.

Ekki er endilega nauðsynlegt að gera hnébeygju með lóðum eða stöng og sérstaklega ekki þegar þú ert að byrja að gera hnébeygjur.

Hér eru nokkrir af mörgum kostum þess að gera hnébeygju:

Teiknuð skíringamynd

  • Hnébeygja er frábær æfing sem mótar alla stærstu vöðva líkamans. Hún styrkir og mótar lærin, rassinn, neðra bak og kviðvöðva. Þú færð flotta fætur og ef þú notast við lóð þá nærðu jafnvel að móta vöðvana í handleggjum.
  • Hnébeygja hjálpar þér að brenna kaloríum. Í hnébeygju notar þú mjög stóra vöðva og því brennir þú umtalsvert miklu af kaloríum sem hraðar minnkun á líkamsfitu og því nærðu fyrr að tóna líkamann. Ef þú bætir við lóðum brennir þú kaloríunum enn hraðar. Með öðrum orðum, hraðari fitubrennsla.
  • Betri liðleiki. Hnébeygjan nær að móta helstu og stærstu vöðva líkamans sem bætir liðleikann.
  • Sterkari lungu og hjarta. Þegar þú gerir hnébeygjur verðu þú móð/ur sem styrkir hjartavöðvann og lungun.
  • Bætir hormónaflæði. Hnébeygja virkjar marga vöðva líkamans sem leiðir til aukningu á hormónum til að stækka vöðvana.

Það eru til margar mismunandi útfærslur af hnébeygjum og þar af leiðandi mælum við sterklega með því að þú fáir faglega ráðgjöf fyrst um sinn til að ná hreyfingunum rétt og koma þannig í veg fyrir hugsanleg meiðsli.

Hámarkaðu árangur erfiðra æfinga með réttri næringu og fæðubótarvörum.