Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

BCAA útskýrt. Nauðsynlegar amínósýrur

© Líkami & Lífsstíll  - 28/03/2013


Flestir sem eru eitthvað að spá í vöðvauppbyggingu hugsa um prótein sem er vissulega rétt að gera. En áður en þú velur þér prótein ættir þú að leiða hugann að BCAA sem eru greinóttar amínósýrur. BCAA amínósýrur er grunnurinn í öllum prótein fæðubótarvörum sem virka og er nauðsynlegt uppbyggingarefni vöðvana. Lestu áfram til að fræðast meira um hvers vegna BCAA er svona nauðsynlegt og hvernig SCI-MX er leiðandi við að blanda BCAA í sínar blöndur.

BCAA molecules

Gundvallaratriði þegar kemur að byggja upp, viðhalda og auka vöðvavef eru amínósýrur. Það eru til tuttugu mismunandi tegundir af aminósýrum í próteinum líkamans og átta af þeim eru skilgreindar sem nauðsynlegar, þ.e. líkaminn nær ekki að framleiða þær og þarf því að nálgast þær með fæðubótarvörum. Af þessum átta eru þrjár greinóttar aminósýrur; leucine, isoleucine og valine sem eru álitnar þær sem eru best til þess fallnar til að mynda vöðvavöxt og sjá um vöðvaendurbata þar sem þær er brotnar niður í vöðvunum en ekki í maganum. Þessar aminósýrur eru einn þriðji af vöðvapróteinum og því virkilega mikilvægar.

Afhverjur er BCAA svona mikilvægt?
Erfiðar æfingar geta valdið því að magn BCAA minnkar mjög hratt sem getur valdið vöðvaniðurbroti og þreytu. Að taka inn BCAA kemur ekki bara í veg fyrir vöðvaniðurbrot og þreytu heldur örvar það líka verulega vöðvavöxt og styrk og eykur þar að auki kraft í vöðvum.
Flest vitum við að prótein eru gerð úr aminósýrum. Próteinduft þar sem notuð eru ódýr og léleg hráefni innihalda lágt hlutfall af aminósýrum og lítið af BCAA. Við framleiðslu á blöndum frá SCI-MX eru eingöngu notuð fyrstaflokks hráefni sem tryggir að það er ákjósanlegt magn af BCAA í öllum próteinum, máltíðarpróteinum og geinerum. Til viðbótar við náttúrlegt magn í próteinunum þá eflir SCI-MX próteinvörurnar sínar enn frekar með viðbættum BCAA aminósýrum til að tryggja hámarks vöðvavöxt og árangur. Það eru ekki margir fæðubótarframleiðendur sem gera þetta!
Án réttra hlutfalla af aminósýrum ná frumur ekki að vaxa og myndast og því munt þú eiga í vandræðum með að sjá árangur af öllu puðinu í líkamræktinni eða í þeirri íþrótt sem þú stundar. Þar að auki þá gegnir BCAA öðrum mikilvægum hlutverkum í líkamanum eins og að mynda mótefni og eru hluti af innkirtla (hormóna) starfseminni, byggja DNA og flytja súrefni um líkamann. Á þessu sést hversvegna talað er um að þær séu nauðsynlegar!

Hvernig virkar BCAA?
Eins og hefur komið fram þá nær líkaminn ekki að framleiða allar þær aminósrýrur sem þarf án hjálpar. Hafðu BCAA í fyrirrúmi ef þú vilt byggja upp vöðva og viðhalda þeim til að ná lengra í því sem þú stundar, hvort sem það er í líkamsrækt eða öðrum íþróttum. BCAA hvetur einnig líkamann til að framleiða insúlín svo að blóðsykur sé brotinn niður og notaður sem orka. Erfiðar æfingar tæma glycogen birgðirnar sem lætur lifrina breita L-Alanine (aminósyra sem vöðvarnir losa) í glúkósa. Með því að tryggja líkamanum BCAA flæði á meðan á æfingu stendur hvetur það hann til að hámarka prótein myndun sem er mikilvægasti þátturinn í að byggja upp vöðva.

SCI-MX vörur sem innihalda mikið magn af BCAA:

Prótein:
GRS 9-HOUR PROTEIN

ULTRA WHEY PROTEIN 
PRO V-GAIN PROTEIN

Gainer:

OMNI-MX® HARDCORE

Máltíðarprótein:
MUSCLE MEAL LEANCORE


Próteinstangir:
PROTEIN FLAPJACKS

PROTEIN DUO BARS™

Aminósýrur:
BCAA Intra HARDCORE™


PRO AMINO FUSION™

Núna veistu hversu mikilvægar BCAA aminósýrurnar eru og hvernig SCI-MX tryggir að þú fáir nægjanlegt magn úr þeirra framúrskarandi vörum. Viljir þú ná árangri í íþróttum eða líkamsrækt þá notar þú SCI-MX fæðubótarefni.

– þýdd grein frá SCI-MX UK