Hvað gerist við nokkra daga svefnleysi?
© Líkami & Lífsstíll - 08/09/2014
Það hafa eflaust flestir þurft að vaka heilu og hálfu næturnar sökum vinnuálags, próflesturs, barns eða annars. Afleiðingarnar af stöku andvökunótt er í sjálfu sér ekki skaðlegt fyrir heilsuna sem slíkt en mikið svefnleysi getur hins vegar haft slæmar afleiðingar.
Enn þann dag í dag erum við ekki alveg að átta okkur á því hversu mikilvægur svefninn er fyrir okkur. Svefn, góð næring og regluleg líkamsrækt gegna lykilhlutverki í góðri heilsu og í raun þurfa þessi þrjú atriði að vera í algjörum forgangi hjá okkur til að öðlast góða heilsu.
Að gorta sig á að hafa vakað í sólarhring eða meira er kannski ekkert til að gorta sig yfir því afleiðingarnar geta verið slæmar og sumpart hættulegar. Hér að neðan má sjá hvaða afleiðingar má búast við og hvað þú ert að leggja á líkamann með því að sleppa að sofa.
Eftir 24 tímar
Eftir að hafa vakað í 24 tíma verður líkaminn fyrir álíka áhfrifum eins og þegar alkahól mælist 0,10% í blóðinu. Þ.e. ástandið hefur áhrif á dómgreind, minnið skerðist, ákvarðanataka verður hægari og almennt slök viðbragðsflýti. Til viðbótar verður þú tilfinninganæmari, athygli minnkar og heyrnin dofnar. Allt þetta getur verið stór varasamt og aukið hættu á slysum.
Eftir 36 tíma
Hérna fer heilsan að vera í verulegri hættu. Á þessum stað er álagið í líkamanum orðið svo mikið að það getur á endanum leitt til æða- og hjartasjúkdóma og háþrýstings. Hormónar líkamans verða einnig fyrir áhrifum sem valda því að tilfinningarnar eru eins og rússíbani, þ.e. tilfinningarnar sveiflast upp og niður.
Eftir 48 tíma
Eftir tveggja daga svefnleysi fer líkaminn í nokkurs konar vörn til að reyna að bæta upp svefnleysið með því að „slökkva“ á sér með svo kölluðum örsvefni. Örsvefn varir allt frá hálfri sekúndu til hálfrar mínútu, sem verður til þess að maður tapar áttum. Einstaklingur sem hefur vakað þetta lengi lendir í örsvefn sama hvað er verið að gera. Örsvefn svipar til að lenda í roti. Sá sem lendir í örsvefni verður ekki endilega var við að hafa sofnað og því stór varasamt ef t.d. er verið að gera eitthvað sem krefst fyllstu athygli.
Eftir 72 tíma
Hérna má búast við verulegri skerðingu á einbeitingu, áræðni, skynjun og annari mikilvægri starfsemi. Sem dæmi þá geta einföld samskipti orðið verulega erfið. Þetta er tíminn þegar heilinn getur orðið fyrir ofskynjunum.
Svefnleysi er ekki alltaf af okkar eigin sökum í þeim skilningi að vaka viljandi. Ýmsir sjúkdómar eða kvillar geta haft veruleg áhrif á svefninn hjá okkur eins og kæfisvefn, fótaóeirð, martraðir, að ganga í svefni og o.fl.
Ef þú getur fundið þig í einu af eftirfarandi ættir þú að ráðfæra þig við þinn heimilislækni eða tala við svefnsérfræðing.
- Óhófleg syfja yfir daginn.
- Þú hrýtur, tekur andköf í svefni, eða ert með kæfisvefn.
- Ert eyrðalaus eða með kippi í fótunum á nóttunni.
- Ófær um að leggja þig fram að fullu í daglegu amstri.
- Átt í erfiðleikum með að halda þér vakandi við að gera lítið eins og að bíða á rauðu ljósi, horfa á sjónvarpið eða lesa.
- Þarft sífelt að fá þér kaffi eða sykur til að halda þér vakandi
- Finnst þú vera að sofna þegar þú ert að keyra
– þýdd erlend grein
Myndir fengnar að láni hjá Google