Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Úthalds- og mótstöðuþjálfun virkar betur

© Líkami & Lífsstíll  - 27/03/2012


Fyrir margt löngu gerði Wayne Westcott, Ph.D rannsókn þar sem 72 einstaklingar í yfirþyngd tóku þátt í átta vikna æfingaráætlun. Þátttakendum var skipt upp í tvo hópa. Annar hópurinn var í stöðvaþjálfun og gerði 30 mínútna úthaldsæfingar á meðan hinn hópurinn gerði stöðvaþjálfun í 15 mínútur og 15 mínútur í mótstöðuþjálfun (lóðaþjálfun).

Það sem þessi rannsókn leiddi í ljós var að hópurinn sem gerði bara úthaldsæfingar léttist um 1,6kg; 1,4kg var fitumissir og 0,23kg vöðvarýrnun. En hópurinn sem var í úthalds- og mótstöðuþjálfun léttist hins vegar um heil 3,6kg; 4,5kg var fitumissir og aukning á vöðvamassa um 0,9kg.

72 einstaklingar í yfirþyngd tóku þátt í 8 vikna æfingaáætlun

Úthaldsæfing (30 mín) Úthaldsæfing (15 mín) &
Lóðaþjálfun (15 mín)
Breyting á þyngd -1,6 Kg -3,6 Kg
Breyting á fitumassa -1,4 Kg -4,5 Kg
Breyting á vöðvamassa -0,23 Kg 0,9 Kg

Graf sem sýnir að úthalds- og mótstöðuþjálfun saman virkar betur

Heimildir: Wayne Westcott, Fitness Management nóv 1991
Grein af: http://exrx.net