Fyrir utan augljósa kosti eins og að líta vel út og geta meira í íþróttum þá eru aðrir kostir að hafa svolítið af vöðvum. Að fá vöðva þýðir ekki endilega að maður verði eins og 100+ kg vaxtaræktarmaður, sem er ekki fyrir alla. Með því að aðlaga þínar æfinga- og næringaáætlanir getur þú fengið hvort heldur fallega mótaða vöðva og litið út eins og forsíðufyrirsæta, eða fengið stóra og mikla vöðva eins og vaxtaræktarmaður. Allt eftir því hverju þú ert að sækjast eftir.
Vöðvar eru ofnin sem bræðir fituna!
Fitan kemur ekki út um fitukirtlana eða gufar bara upp. Fitan er notuð sem orka inní vöðvafrumum þannig að því meira af vöðvum og því þéttari sem þeir eru þeim mun auðveldara er að brenna fitu. Ekki örvænta stelpur, þið þurfið ekki að byggja upp svakalegann vöðvamassa til að brenna fitu. Vöðvaþéttleiki gerir sama gagn þannig að þið getið haft lóðaþjálfun í æfingaáætluninni og aukið þannig vöðvaþéttleikann frekar en stærð.
Grannur er oft feitur!
Hefur þú tekið eftir því að oft eru grannir einstaklingar í raun feitir? Næst þegar þú ert í sundi eða á ströndinni skaltu horfa á mittið á venjulega grönnum karlmanni. Þú tekur eflaust eftir því að það er svolítið um fitu þar og að auki þá eru hendurnar oft eins og tvær spýtur sem standa út úr búknum, engar axlir. Þetta á ekki bara við um karlmenn. Þær konur sem eru með flottustu líkamsbygginguna eru ekki eins og þessar horuðu sýninga módel sem í raun líta út eins þær séu veikar. Heldur eru það þær sem eru með einhverja vöðva og línur. Ef þú vilt lýta vel út líkamlega þarftu að hafa svolítið af vöðvum.
Vöðvar þýða orka!
Annar kostur við að byggja upp vöðva er að þá hefur þú meiri kraft. Vöðvavefir eru með virkustu efnaskitpin af öllum vefjum. Sem dæmi geturu borið saman veðhlaupahest og venjulegan hest sem er mest allan sinn tíma út á túni og sjaldan riðið út. Hvað veðhlaupahestinn varðar þá er hann augljóslega fullur af orku, styrk og glæsileika. Bara með því að horfa á hann þá sérðu hvað hann er tignalegur og augljóslega tilbúinn að nýta kraftinn sem býr í stæltum skrokknum í næsta hlaup á meðan venjulegi hesturinn sem er ekki í eins góðu líkamlegu ástandi er frekar slappur á að lýta og hálf sljór eitthvað og þungur á sér. Vilt þú fara í gegnum lífið hálf sofandi og missa af tækifærum eða viltu fá sem mest út úr lífinu full/ur af orku, styrk og vel vakandi.
Hvort sem þú vilt vel mótaðann líkama, ert íþróttamaður og þarft styrk, kraft og stærð til að ná betri árangri, eða vilt byggja upp mikinn vöðvamassa þá eru til leiðir til að auðvelda uppbyggingu vöðva til viðbótar við fjölbreytt mataræði. SCI-MX fæðubótarvörur eru sérstaklega hannaðar til að auðvelda uppbyggingu vöðva samhliða fjölbreyttum æfingum.