Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

CLA fitusýrur eru fyrir þig

© Líkami & Lífsstíll  - 06/03/2011


Ef þú hefur verið eða ert í einhverjum vafa hvort Conjugated linoleic acid (CLA fitusýrur) eru fyrir þig þá á þessi samantekt að gefa þér góða mynd af CLA sem er það fæðubótarefni sem er hvað mest rannsakað og áhrifamest til að missa fitu á þeim svæðum sem eru okkur hvað erfiðust.

CLA fitusýrur eru fyrir þig

Í hundruðum rannsókna víðsvegar um heiminn hefur það marg sannast að CLA virkar einstaklega vel til að losna við fitu og í leiðinni að auka styrk og vöðvamassa. Til viðbótar benda rannsóknir til þess að CLA getur hjálpað til í baráttu við hjartasjúkdóma, sykursýki og jafnvel tiltekin krabbamein, svo sem húð, ristils, brjósta, lungna og blöðruhálskirtils. CLA getur einnig hjálpað við að styrkja ónæmiskerfið og aukið þéttleika beina.

Eins og áður segir þá hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á CLA þar sem þátttakendum er skipt í tvo hópa. Annar hópurinn fær CLA en hinn hópurinn fær lyfleysu. Hvorugur hópurinn veit hvort verið er að taka CLA eða lyfleysu. Hér er vitnað í þrjár rannsóknir:

Rannsókn sem var kynnt á American College of Sports Medicine ráðstefnu árið 1998 sýndi að þátttakendur sem fengu CLA í sex vikur og stunduðu lyftingar bættu vöðvamassa á handleggjum um meira en 5% og juku heildar massa um 2kg. Þeir sem tóku CLA bættu einnig styrk í fótapressu æfingum um nær 30% á meðan þeir sem tóku lyfleysu náðu aðeins að bæta styrk í fótapressu æfingum um minna en 15%.

—o0o—

Sjö vikna rannsókn sem var gerð árið 2006 hjá University of Saskatchewan sýndi að þeir sem tóku CLA bættu sig umtalsvert í bekkpressu og bættu við sig um 2kg af heildar vöðvamassa miðað við þá sem tóku lyfleysu sem bættu nánast engu við hjá sér. CLA hópurinn missti einnig um 1kg af fitu á meðan hinn hópurinn bætti á sig um 1kg af fitu. Það sem er merkilegt við þessa rannsókn er það að þáttakendur breyttu engu í mataræði en CLA hópurinn náði samt að missa fitu.

—o0o—

Í rannsókn sem var birt í British Journal of Nutrition var hópi fólks í yfirþyngd gefið CLA og öðrum hópi fólks í yfirþyngd gefin lyfleysa í sex mánuði. CLA hópurinn missti meira en kíló af fitu og bætti við sig um hálfu kílói af vöðvamassa á meðan hópurinn sem fékk lyfleysu sýndu enga sérstaka breytingu á holdafari. Það sem er sérstaklega áhugavert í þessari rannsókn er að aðal svæðið þar sem fitumissir var hvað mestur hjá CLA hópnum var magi og fætur sem er einmitt svæði sem flestir vilja losna við fitu á. Minnkun á kviðfitu var einnig áberandi í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð árið 2001 þar sem karlmenn í yfirþyngd tóku CLA í fjórar vikur og á þeim tíma minnkaði ummál mittis um 2,5cm. Í þessum tveimur rannsóknum breyttu þátttakendu ekki mataræði né stunduðu æfingar.

CLA brýtur niður mettaða fitu, dregur úr fitusöfnun, viðheldur fitumissi, minnkar magn slæms kólesteróls og stuðlar að almennu heilbrigði. Ef þú hefur ekki prófað CLA nú þegar þá er það nokkuð sem þú ættir að gera því CLA fitusýrur eru þig. Árangurinn leynir sér ekki eins og ofangreindar rannsóknir hafa leitt í ljós. CLA 1000 LEANCORE frá SCI-MX inniheldur mesta mögulega magnið af ísómerum c9, t11 og t10,c12 sem geta hjálpa til við að minnka líkamsfitu og auka fitusnauðan vöðvavef. CLA 1000 LEANCORE frá SCI-MX eru náttúrulegar fitusýrur. Vegna einstakrar framleiðsluaðferðar, eru ísómerar aðrar en c9, t11 og t10,c12 útilokaðar sem leiðir til þess að CLA 1000 LEANCORE frá SCI-MX inniheldur mesta mögulega magnið af þessum tveimur virku ísómerum. SCI-MX CLA 1000 LEANCORE fæst hér CLA fitusýrur eru fyrir þig