Brenndu fitu á meðan þú sefur
© Líkami & Lífsstíll - 07/01/2012
Auktu vöðvamassann til að brenna fitu á meðan þú sefur
Það eru margir kostir við að vera með meira af vöðvum. Þeir draga fram flottar útlínur sama hversu stór þú ert og að auki láta þeir þig líta betur út en minna tónaðir einstaklingar.En eitt best geymda leyndarmál varðandi vöðva er að þeir breyta líkamanum í raun og veru í góða “bræðslu” sem gerir það að verkum að þú brennir fitu jafnvel á meðan þú sefur.
Hvernig getur þú breytt líkamanum í afkastamikinn bræðsluofn?
Besta leiðin til að auka efniskiptin og brenna meiri fitu í hvíld er að auka þann vöðvamassa sem líkaminn er með. Til að gera það þarftu að borða nægjanlegt magn af kolvetnum, auka inntöku á próteinum og neyða líkamann til að aðlagast með því að æfa af krafti og hvíla vel.
Einbeittu þér að stórum blönduðum æfingum í ræktinni eins og: réttstöðulyftum (deadlift), framstigum (squats), uppréttur róður m. framhallandi búk (bent over rows), bekkpressu (bench presses) og hermanna axlarpressu (military presses). Þessar æfingar krefjast mikils af stærstu vöðvahópunum og flestar þeirra notast við fleiri en einn vöðva í einu. Árangurinn sem þú nærð með þessu verður góður vöðvavöxtur heilt yfir og þannig byggir þú upp vöðvastælta líkamsbyggingu. Bættu við þolæfingum (cardio) í formi hratt-hægt-hratt-hægt (interval) eða sprengikrafts og líkaminn mun éta niður fituna á meðan hann bætir við vöðvamassann.
Það er enginn ávinningur að æfa stíft ef þú hvílir ekki vel. Passaðu að fá nægan svefn, a.m.k. 7 tíma á nóttunni, og reyndu að sneiða hjá allri streitu í daglega lífinu. Streita er helsti óvinur þegar kemur að fitumissi. Þannig að hvíldu vel og gefðu líkamanum tækifæri til að vaxa.
Ef þú vilt að líkaminn verði “bræðsla” þarftu að næra hann með réttum orkugjafa. Kolvetni og prótein eru nauðsynleg svo að vöðvarnir stækki. Ekki falla í þá gryfju að þú verðir að sneiða hjá öllum kaloríum til að trimma niður líkamsfituna. Í raun er það alveg öfugt sem virkar. Þú þarft að fá nægjanlega mikið magn af kolvetnum til að vöðvarnir fái þá orku sem þeir þurfa á meðan þú ert á æfingu. Ef þú færð þér ekki nægjanlega mikið af kolvetnum mun líkaminn nota fyrst öll tiltæk prótein sem orku, sama hversu mikið er til staðar fyrir hann til að endurbæta og stækka vöðvana. Síðan fer líkaminn að ganga á vöðvana sjálfa til að ná í orku og það leiðir til vöðvarýrnunar og er það eitthvað sem við viljum ekki. Settu því prótein í forgang og byggðu mataræðið þitt upp á hollum, ferskum og fjölbreyttum matvörum ásamt bestu fáanlegu fæðubótarvörum sem þú færð eins og t.d. GRS 9-HOUR® PROTEIN sem er hægupptöku próteinblanda samsett af bestu fáanlegu próteinum til að vöðvarnir fái þær amínósýrur sem þeir þurfa á daginn og nóttunni fyrir viðhald og uppbyggingu og síðan ULTRA WHEY PROTEIN til að koma próteinum hratt til vöðvana sem þeir þurfa á að halda fyrir og eftir æfingar til að hámarka árangurinn.
Þetta er einfalt. Æfðu af krafti, fáðu nægan svefn og taktu inn hágæða prótein. Fylgstu svo með líkamanum breytast í vöðvastælta og tónaða “bræðslu” sem brennir fitu jafnvel á meðan þú sefur.