Algeng atriði sem koma í veg fyrir að þú losnir við umfram líkamsfitu
© Líkami & Lífsstíll - 29/09/2013
Mjög algengt er að að fólk finnur sér hinar ýmsu ástæður og afsakanir til að stunda ekki líkamsrækt af einhverju tagi og þar af leiðandi næst ekki tilætlaður árangur við að minnka líkamsfitu. Hér fyrir neðan eru nokkur algeng atriði sem koma í veg fyrir að þú náir settu marki við að minnka líkamsfitu.
Eilífar afsakanir.
Á meðan þú finnur þér eilífar afsakanir með hitt og þetta eins og að hafa ekki tíma til að stunda reglulega líkamsrækt eða útbúa holla máltíð og grípa með þér skyndibita í matinn gerist ekkert og þú í besta falli stendur í stað.
Enginn æfingafélagi.
Það getur verði ansi erfitt að minnka líkamsfitu af allir í kringum þig eru ekkert að spá í því og eru með óhollan lífsstíl. Sannfærðu einhvern um að slást í för með þér í átt að heilbrigði og vellíðan með hollum lífsstíl sem samanstendur af reglulegri hreyfingu og fjölbreyttu, hollu og reglulegu mataræði. Fáðu t.d. systkyn, foreldri, vinnufélaga eða maka með þér.
Ekki nægjanleg vatnsdrykkja.
Kostir þess að drekka vatn eru gríðarlegir. Vatnsdrykkja hjálpar mikið til við að minnka líkamsfitu, halda húðinni góðri, koma jafnvægi á blóðsykurinn svo fátt eitt sé nefnt. Skiptu gosinu út fyrir vatn. Hér eru tveir hlekkir í greinar varðandi mikilvægi vatnsdrykkju. Skildulesning!
Hugarfar eins og „Það er betra en ekkert”
Um kvöldið þegar þú ert í sófanum fyrir framan sjónvarpið hugsarðu; “Ég fór út með hundinn í 15 mínútur.” Ég gekk út í búð” og heldur að það sé betra en ekkert. Jú að vissu marki en ef þú virkilega vilt losna við umfram líkamsfitu þarftu að gera meira en þetta. Taktu frá a.m.k. 1.klst á dag þar sem þú reynir vel á þig líkamlega og hættu að afsaka þig!
Borðaðu nægjanlega mikið af grænmeti.
Þú færð mikið af vítamínum, steinefnum og trefjum úr grænmeti en vissir þú að þú ert lengur saddur/södd af grænmeti og það á minni kaloríum?
Misjafn árangur Það getur tekið á skapið að létta sig.
Eina vikuna missir maður eitt kíló en þá næstu bætir maður á sig hálfu kílói og manni langar helst að hætta. Þetta er alveg eðlilegt. Mundu bara að þetta er ferli sem tekur tíma eins og það tók tíma að fá aukakílóin á sig. Þolinmæði er besti vinur þinn 😉
Tísku mataræði
Af óskiljanlegum ástæðum þá verðum við oft fyrir áhrifum af því sem fræga fólkið segist borða til að “horast” niður. Ekki falla í þessa gryfju, líkaminn þarf hóflega og fjölbreytta fæðu til að halda uppi eðlilegri starfsemi og þar á meðal efnaskiptum í líkamanum sem hjálpa þér að minnka líkamsfitu.
Engin fjölbreyttni.
Það viðurkennist alveg að það getur orðið leiðigjarnt að reyna að losna við líkamsfitu með sömu æfingarútínu viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Enda er það ekki vænlegt til árangurs því líkaminn er með svo gott vöðvaminni. Besta leiðin er að breyta reglulega um æfingar og prófa ýmsa tíma eins og spinning, tabata, yoga o.fl.
Skortur á rútínu.
Vissir þú að það mikilvægasta hjá fólki sem nær flottum árangri með líkamann á sér er morgunmaturinn? Hollur morgunverður á hverjum degi hjálpar til við að halda reglu á mataræðinu. T.d. er eitt vatnsglas, hafragrautur og próteinhristingur ein besta byrjun á degi.
Slæm kolvetni.
Kolvetni eru ekki slæm fyrir þig. Þetta er bara spurning hvernig kolvetni þú ert að borða. Fáðu þér t.d. frekar einn ávöxt í staðin fyrir franskar kartöflur.
Ekki nægur svefn.
Þú ert ekki að græða neitt með því að hanga vakandi svo þú getir unnið meira og montað þig á því við vinnufélagana. Sannleikurinn er sá að samkvæmt rannsóknum er gott svefnmunstur ávísun á betri árangur við að minnka líkamsfitu.
Ofþjálfun.
Það er misskilningur að halda að það hraði árangrinum með því að mæta þrisvar sinnum í líkamsrækt á dag. Þvert á móti þá er mun líklegra að árangurinn fari í hina áttina sökum yfirkeyrslu og þreytu í líkamanum.
Borða of mikið
Þó svo að maturinn sem þú borðar sé svakalega hollur þýðir ekki að þú getir troðið þig út af honum. Lykillinn við að minnka líkamsfitu er uppsetning og stærð skammtana sem þú borðar.
Taka út alla fisk
Mýtan sem allir heyra sem eru að vinna í að minnka líkamsfitu hjá sér er að það eigi að taka út alla fitu úr mataræðinu. Það er til holl fita sem er nauðsynleg fyrir líkamann. Fita eins og þú færð t.d. úr möndlum, hnetusmjöri, lýsi og fisk.
Of mikil streita.
Þegar þú ert undir miklu álagi byrjar líkaminn að framleiða kortisól sem er hormón sem gerir insúlínviðnám verra sem leiðir til geymslu á líkamsfitu. Leitastu við að losa þig við streitu.
Vera sífellt á baðvoginni.
Þyngdin segir minnst. Ef þú ert of upptekin/n af því hvað baðvogin segir þá ertu mun líklegri til að stressast upp og auka streituna (sjá afleiðingar streitu á liðnum hér á undan). Betra er að fara t.d. eftir fötunum, speglinum eða fara í fitumælingu hjá einkaþjálfara.
Sleppa máltíð.
Að sleppa máltíð lækkar vissulega kaloríurnar en það hægir á efnaskiptum líkamans. Líkaminn bregst sjálfkrafa við þessu með því að fara á “svelti stillingu” þar sem hann geymir fituna því honum finnst hann þurfa hana til að lifa af.