Reglur
Öllum er velkomið að taka þátt í þeim umræðum um málefni sem sett eru inn hérna á síðunni. Við erum ekki með margar síður um hvað má og hvað ekki má. Einfaldlega er gengið út frá almennri kurteisi og virðingu við skoðunum annara og að öll ummæli sem sett eru inn séu málefnaleg.
Hér fyrir neðan má þó sjá örfáar reglur sem gott er að hafa í huga.
- Umræðusíðan á likamioglifsstill.is skal vera vettvangur umræðu og skoðanaskipta um þá umræðu sem farið er inn á af umræðulista.
- Gefa skal upp rétt nafn og netfang þegar tekið er þátt í umræðu.
- Almennar reglur um góða háttsemi og virðingu við skoðanir annara skulu virtar.
- Ærumeiðingar, einelti og annarskonar persónuníð eru stranglegar bannaðar.
- Stjórnendur hafa fullt vald til að taka út ummæli eða umræður sem brjóta í bága við reglu 3 og 4.
- Endurtekin brot á þessum reglum leiða til banns við þátttöku í umræðum.
- Öll ummæli á þessu spjallborði endurspegla skoðanir hvers og eins og eru á ábyrgð viðkomandi.
- Líkami & Lífsstíll ber enga ábyrgð á þeim skoðunum sem koma fram á vefnum likamioglifsstill.is.