Merki fyrirtækisins lárétt án texta
Merki fyrirtækisins lárétt með texta

Topp fæða til að minnka líkamsfitu

© Líkami & Lífsstíll  - 20/01/2014



Flest okkar vilja losna við umfram líkamsfitu og ná þannig að vera léttari á fæti, betri heilsu og vellíðan. Til þess að minnka líkamsfitu þarf margt að koma til því það er ekki til nein töfralausn sem nær líkamsfitunni niður á einni nóttu. Þetta er þó ekki ýkja flólkið í sjálfu sér. Fyrst og fremst er það mataræðið og hvernig það er uppsett eins og t.d. áhrif þess á blóðsykursstuðul ásamt vatnsdrykkju sem gegna lykilhlutverki bæði í að losna við umfram líkamsfitu og einnig að koma í veg fyrir fitusöfnun í líkamanum. Líkamsrækt og góður svefn koma svo þar á eftir en eru samt ekkert síður mikilvægir þættir í því að minnka líkamsfitu og viðhalda almennt góðri heilsu. Með því að stunda reglulega líkamsrækt nærðu að auka grunnbrennslu líkamans og ekki skemmir fyrir að líkaminn mótast þegar vöðvarnir fara að stækka.

Hér fyrir neðan eru nokkrar fæðutegundir sem geta hjálpað þér að minnka líkamsfitu og viðhalda góðri líkamsstarfsemi.

Ávextir

Ávextir

Frábær trefjagjafi sem þú ættir að fá þér frekar en snakk eða annað óholt nasl milli mála. Ávextir eru einnig hlaðnir vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Ávextir gefa líka góða orku á æfingu.

Grænmeti

Grænmeti

Í grænmeti er mikið af vítamínum, steinefnum og trefjum. Grænmeti hjálpar mjög mikið við að minnka líkamsfitu í líkamanum og flýtir þannig fyrir að „six-pack“ komi í ljós. Að sjálfsögðu samhliða reglulegum æfingum.

Baunir

Baunir

Baunir innihalda ekki mikið af hitaeiningum en þær eru ríkar af próteinum og trefjum. Baunir eru án efa fæða sem þú ættir að borða til að losna við umfram líkamsfitu.

Olífuolia

Ólífuolía

Ólífuolía stjórnar hungurtilfinningu og er mjög góð fyrir kólesterólið. Nýleg rannsókn sem gerð var af American Medical Association hefur sýnt fram á að ólífuolía dregur verulega úr hættu á hjartasjúkdómum og krabbameini eða allt að 23%.

Hafrar

Hafrar

Innihalda mikið af flóknum kolvetnum, trefjum og B vítamíni sem er mjög mikilvægt fyrir orkubirgðar líkamans.

Möndlur

Möndlur

Sérfræðingar mæla með því að þú borðir daglega lúkufylli af möndlum. Möndlur eru ríkar af hollri fitu, trefjum, próteinum, vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Þú færð jafnt flæði orku á æfingu ef þú borðar möndlur fyrir æfingu.